Bera er fyrsta íslenska hot sauce chilisósan, Hún er framleidd á Djúpavogi og aðeins unnin úr hágæða hráefnum. Notast er við íslensk hráefni eftir bestu getu og stefnt er að því að flest hráefni sem í sósuna fara verði íslensk á næstu misserum.
Sósan er í karabískum stíl og er millisterk hot sauce sósa.
Bera parast einstaklega vel með fisk og pizzu. Grillaður lax, plokkfiskur og fiskur í raspi smellpassa með Beru og lengi mætti áfram telja. Bera er frábær á sushi-bitann, á/í túnfisksalatið, á ommilettuna, í marineringar í vinagretturnar, á samlokur, borgara og steikur. Bera passar með öllu!