Dreki er önnur hot sauce sósan frá Lefever Sauce Company. Dreki sækir innblástur til asískmatarheims. Dreki er sterkari en Bera og virkar með flestum ef ekki öllum mat. Dreka er gott að skvetta á allt eins og fram kemur á flöskunni. Það er vænlegasta leiðin til þess að finna hvað parast best við sósunar frá Lefever Sauce Company. Best er að láta hugmyndaflugið ráða för og vera ævintýragjörn. Þannig finnur fólk sína eigin fjársjóði í matarkistuna.
Innihald: Stjörnuanís, vorlaukur, sichuan pipar, habanero chili, carolina reaper chili