SAMSTARFSAÐILAR

Kombucha Iceland kom fyrst á markað í ágúst 2017, framleitt af fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Rögnu Bjarkar Guðbrandsdóttur og Manuel Plasencia Gutierrez. Kombucha er léttkolsýrður svaladrykkur ættaður frá Asíu, eða raunar grænt eða svart te (Camellia sinensis) sem síðan er bætt í sykri og það látið gerjast. Kombucha Iceland er aðeins með því sykurmagni sem þarf til að næra gerilinn sem í honum er. Gerjunin er svipað ferli og við framleiðslu á jógúrti, súrkáli, bjór eða víni. Þessi heillandi drykkur er ógerilsneyddur og því með miklu magni af góðgerlum sem taldir eru hafa góð áhrif á þarmaflóruna.

Lefever Sauce Company ehf er lítið fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað í byrjun árs 2019 skömmu eftir að Bera kemur á markað. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á matvæum unnum úr chili.

Jurt ehf. er íslenskt fyrirtæki sem var stofnað í þeim tilgangi að nýta auðlindir Íslands sem felast í hreinu vatni, lofti, jarðhita og rafmagni frá endurnýjanlegum orkugjöfum til ræktunar á hágæða afurðum til útflutnings. Við sérhæfum okkur í hreinni matvælaframleiðslu með því að nota vatnsræktun í hátækni gróðurhúsum á Egilsstöðum. Jurt starfar samkvæmt New Nordic Food Manifesto þar sem áherslan er lögð á hreinleika, ferskleika, einfaldleika og sjálfbæra framleiðslu frá upphafi til enda.

Ocean Umami er hugarfóstur matreiðslumannsins Völundar Snæs Völundarsonar sem þróaði blöndurnar fyrir nokkrum árum síðan og áttu eingöngu að vera til einkanota. Umami hefur þann eiginleika að gera allan mat betri og er ráðandi bragð í asískri matargerð. Hér blandast það saman við hágæða sjávarsalt sem unnið er á eins umhverfisvænan hátt og kostur er.

Ölverk Pizza & Brugghús er staðsett í Hveragerði og opnaði 28.maí 2017. Frá opnun hefur Ölverk framleitt og þróað sínar eigin chili sósur við afar góðan orðstír en þær eru nú loksins komnar í almenna sölu undir nafninu Ölverk Eldtungur.