
ANANAS KIMCHI
30 mín4 manns
Til að forða ykkur frá mögulegum kjaftasögum þá mælum við ekki með því að þið farið í Hagkaup á Seltjarnarnesi þegar þið kaupið hráefni í þessa uppskrift.
Það eru til ótal útfærslur af kimchi. Þessi er í sérstöku uppáhaldi hjá okkur. Þetta kimchi er í senn sætt, súrt og spicy. Það passar sérstaklega vel með grilluðu kjöti, fiski eða á tacoið. Ef þú átt síðan eitthvað eftir af marineringunni þá er um að gera að prófa sig áfram og prufa að para hana saman við annað hráefni sem kann að leynast í ísskápnum.
KIMCHI MARINERING (grunnurin af kimchinu þínu)
HRÁEFNI
- 60 gr. pera, skorin í bita
- 100 gr. KOMO gochugaru
- 60 ml. fiskisósa (fish sauce)
- 2 hvítlauksrif, fínt söxuð
- 2 msk. sykur
- 2 tsk. engifer, rifið
ADFERÐ
1. Setjið peru, gochugaru, fiskisósu, hvítlauk, sykur og engifer í blandara eða matvinnsluvél og vinnið hráefnið þar til allt er orðið að fínu mauki.
ANANAS KIMCHI
1. Einn stór ananas er skrældur og síðan skorinn í 2x2 cm bita.
2. Blandið ananasbitum og kimchi grunni vel saman í stórri skál. Setjið í krukku eða ílát með loki og kælið í um 2 tíma.
Athugið að ananas kimchi geymist upp undir viku inn í kæli. En líklegt er að það verði löngu búið fyrir þann tíma.