
KIMCHI KARTÖFLUSALAT
30 mín4 manns
Hver elskar ekki kartöflusalat og mayo!
Hvernig væri að taka smá tvist á hið hefðbundna kartöflusalat og töfra fram eitthvað skemmtilegt fyrir næst brunch.
Hægt er að notast við venjulegt mayo en KOMO kimchi-mayo mun gefa þér þetta extra kick til að jafna þig eftir erfiða nótt.
HRÁEFNI
- 1/2 Gúrka
- 1/2 Gulrót
- 1/2 Kínahreðka (Daikon)
- Salt og pipar
- 500 gr. kartöflur
- 300 gr. kimchi mayo
- 150 gr. kimchi
- 1 stk. vorlaukur
- 4 stk. egg
ADFERÐ
1. Skerið gúrku, gulrót og kínahreðku í helming og sneiðið síðan helmingana í þunnar sneiðar. Stáið salti yfir grænmetið og geymið í um 20 mín. eða þar til það er farið að mýkjast lítillega. Skolið saltið af undir köldu vatni.
2. Skrælið kartöflur og skerið í grófa bita, um 3 cm. þykka. Setjið í pott, látið vatn þannig að rétt fljóti yfir og bætið við örlitlu salti. Hitið að suðu og sjóðið þar til kartöflunar eru orðnar mjúkar í gegn. Passið þó að ofsjóða ekki karftöflurnar.
3. Í öðrum potti er vatn hitað upp að suðu og eggjunum bætt varlega út í. Sjóðið eggin í 8 mín., þá ætti eggjarauðan að vera mjúk en þó ekki rennandi. Kælið eggin vel undir köldu vatni og takið skurninn af þeim.
4. Blandið saman kimchi-mayo, kimchi og kartöflum. Þegar þessu er blandað saman má brjóta kartöflunar lítillega til að fá skemmtilega áferð. Bætið grænmetinu saman við, skerið eggin í báta og blandið varlega saman við. Smakkið til með salti og pipar og stráið vorlauk yfir.