Míso súpa image

ÓTRÚLEGA GÓÐ MISO SÚPA

30 mín4 manns

Miso súpa er eins er íslenska pulsan. Hvort sem hún kemur vel svört af grillinu eða skælbrosandi upp úr pottinum þá er hún einhvernveginn alltaf góð. Í stórmörkuðum eins og Krónunni, Bónus og Nettó er hægt að finna núðlusúpur í pökkum (Instant Ramen) sem eru bara bærlegar, en fátt er þó betra en heimagerð miso súpa. Sem er meira að segja álíka auðvelt að gera og að henda pakkasúpunni í örbylgjuofninn.

HRÁEFNI

 • Dashi-grunnur:
 • 500 ml. vatn
 • 5 gr. kombu
 • 1 msk. KOMO shiitake dufti
 • 4 msk. KOMO miso tare
 • 500 ml. dashi
 • 1 msk. mirin
 • 2 stk. vorlaukar
 • 2 msk. wakame eða ferskt spínat
 • 1 cm. sítrónubörkur (ysta lagið)
 • 2 klípur af KOMO sesamfræum

ADFERÐ

1. Setjið öll hráefnin fyrir dashi grunninn í pott og látið liggja í vatninu yfir nótt.
2. Setjið miso, dashi og mirin í pott og hitið að suðu. Skerið hvíta hlutann af vorlauknum í um 1 cm. bita og bætið í pottinn. Skerið græna hlutann af vorlauknum í þunnar ræmur og setjið til hliðar.
3. Lækkið hitann undir pottinum þannig að súpan rétt kraumi. Bætið wakame/spínati í pottinn og eldið í hámark 2 mín. til viðbótar.

Setjið í skál og stráið græna hlutanum af vorlauknum ásamt sesamfræjunum yfir.