„Til er það bragð sem er svo margslungið og afgerandi að það er hvorki hægt að lýsa því sem sætu, súru, söltu eða beisku...” - Kikunae Ikeda
Umami bragðið var fyrst auðkennt af japanska efnafræðingnum Kikunae Ikeda árið1908. Umami hefur verið skilgreint sem fimmta bragðtegundin en fyrir eru sætt, súrt, salt og beiskt. Þessi bragðtegundir eru þekktar sem frumbragðtegundirnar. Umami er milt bragð með afgerandi undirtón sem eykur dýpt bragðsins. Það er sérlega vinsælt meðal matreiðslumanna og matgæðinga.
Blandan hefur verið mörg ár í þróun og er hver blanda útfærð til samræmis við hráefnin sem hún passar best við. Upphaflega var hún þróuð af matreiðslumanninum Völundi Snæ Völundarsyni til einkanota en smám saman jókst eftirspurnin uns ákveðið var að setja saltið á markað. Saltið er náttúruvæn framleiðsla sem byggist á nýtingu jarðvarma. Aðferðin var þróuð árið 1753 og hefur síðan verið vandlega varðveitt og þarinn er handtýndur í Breiðafirði þar sem ýtrustu kröfur um gæði og sjálfbærni eru gerðar. Bæði þarinn og saltið er vottað af TÚN.
Innihald: 95% sjávarsalt vottað af TÚN. 5% blanda af Fucus vesticulosus, Palmaria palmata og Laminara digita. Vottað af TÚN IS-LIF-01.
Adding product to your cart
Use left/right arrows to navigate the slideshow or swipe left/right if using a mobile device
Choosing a selection results in a full page refresh.
Press the space key then arrow keys to make a selection.